Námskeiðið Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik haldið í október

Námskeiðið Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik verður næst haldið 5. – 6. október en námskeiðið er ætlað foreldrum, aðstandendum og starfsfólki sem sinna umönnun, ráðgjöf þjálfun og kennslu ungmenna með einhverfu og önnur þroskafrávik frá 13 ára aldri.

Skjalastjóri óskast!

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR) auglýsir laust til umsóknar starf skjalastjóra. Leitað er að einstaklingi með þekkingu og góða reynslu af skjalastjórnun til að hafa umsjón með þróun skjalastjórnunar og skjalavistunarmálum stofnunarinnar. Stærsta verkefnið framundan er að fylgja eftir reglum um skjalavistun, skráning, frágangur og skil á gögnum til Þjóðskjalasafns Íslands (ÞÍ).

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar - myndir

Hin árlega Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar var haldin 10. og 11. september síðastliðinn með um það bil 350 þátttakendum. Í ljósi breytts ástands varðandi samkomuhald sl. vikur og mánuði var ákveðið að bjóða upp á streymi af ráðstefnunni og mæltist það mjög vel fyrir. Um það bil 150 gestir tóku þátt á Hilton Reykjavik Nordica ráðsstefnuhótelinu og um 200 manns fylgdust með streymi af ráðstefnunni.

Vorráðstefnan hefst í dag!

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar hefst í dag stendur til kl. 15:30 á föstudag. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Mennt er máttur; fjölbreytt þjónusta fyrir börn með sérþarfir á öllum skólastigum. Ráðstefnan er haldin í 35. skipti og er stærsti faglegi vettvangur þeirra sem tengjast börnum með þroskafrávik. Eins og nafn ráðstefnunnar bendir til er hún alla jafna haldin að vori en var fresta í maí vegna Covid19. Alls taka 30 fyrirlesarar, bæði fagfólk og fólk í stjórnsýslunni, til máls í 26 erindum undir stjórn sex fundarstjóra.

Ný bók um Duchenne í tilefni af Alþjóðlega Duchenne deginum

Í tilefni af alþjóðlega Duchenne deginum 7. september sl. kom út ný bók sem heitir "Duchenne og ég" og var veglegt útgáfuhóf haldið í tilefni af deginum og bókinni. Hulda Björk Svans­dótt­ir sem er móðir Ægis Þórs sem er með Duchenne-sjúk­dóm­inn þýddi bókina en Duchenne Samtökin á Íslandi gáfu hana út.

Nægt pláss í streymi!

Nú eru sæti í sal nánast uppseld á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar, sem að þessu sinni er haldin að hausti, þann 10. og 11. september næstkomandi. Hinsvegar er nóg pláss fyrir fólk sem vill taka þátt í streymi. Yfirskrift ráðstefnunnar þetta árið er Mennt er máttur - Fjölbreytt þjónusta fyrir nemendur með sérþarfir á öllum skólastigum og er dagskráin er stútfull af fyrirlestrum sem eiga erindi við alla sem sinna umönnun barna með sérþarfir.

Ný gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar birtir nú gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin voru unnin í náinni samvinnu við helstu hagsmunaaðila í málaflokknum en að vinnunni komu auk fulltrúa stofnunarinnar: Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Landssamtökin Þroskahjálp, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök félagsmálastjóra, velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Öryrkjabandalag Íslands.

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 6-12 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík, 12. og 19. september 2020. Vel verður gætt að sóttvörnum og boðið uppá þátttöku um fjarfundarbúnað kjósi menn slíkt - hvar sem er á landinu.

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður 10. - 11. september

Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna að Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður haldin 10.-11. september næstkomandi.

Ný fræðigrein um aðgerðir í ung- og smábarnavernd í því skyni að finna einhverfu snemma

Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur og einn fremsti einhverfusérfræðingur landsins, ásamt meðhöfundum birtir grein í septemberútgáfu tímaritsins Research in Autism Spectrum Disorders sem byggir á samstarfsverkefni Greiningarstöðvar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og er jafnframt hluti af doktorsnámi hennar við Háskóla Íslands. Greinin heitir: Implementing an early detection program for autism in primary healthcare: Screening, education of healthcare professionals, referrals for diagnostic evaluation, and early intervention.