Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar - myndir

Barnamálaráðherra setur ráðstefnuna
Barnamálaráðherra setur ráðstefnuna

Hin árlega Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar var haldin 10. og 11. september síðastliðinn  með um það bil 350 þátttakendum. Í ljósi breytts ástands varðandi samkomuhald sl. vikur og mánuði var ákveðið að bjóða upp á streymi af ráðstefnunni og mæltist það mjög vel fyrir. Um það bil 150 gestir tóku þátt á Hilton Reykjavik Nordica ráðsstefnuhótelinu og um 200 manns fylgdust með streymi af ráðstefnunni. Vel var passa upp á allar sóttvarnarreglur miðað við núverandi reglur og var að lágmarki einn meter milli allra þátttakenda í sal. Alls tóku 30 manns til máls í 26 erindum undir stjórn sex fundarstjóra en fyrirlesarar voru fagfólk, fólk í stjórnsýslunni, nemendur sérdeilda og að auki tók eitt foreldri til máls. 

Viðbrögð við ráðstefnunni eru almennt mjög jákvæð, fólki þykir almennt séð jákvætt að hafa val um streymi og mörg nefndu að þeim hafi þótt erindin bæði fjölbreytt og innihaldsrík. Hér má sjá nokkrar myndir af ráðstefnunni.