Laust starf sérfræðings hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð

Ertu með brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna. Langtímaeftirfylgd Greiningar- og ráðgjafarstöðvar óskar eftir öflugum liðsmanni í þverfaglegt teymi sviðsins. Starfshlutfall er 60-100% og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Leiðbeiningar varðandi Covid-19 fyrir börn og ungmenni með einhverfu og þroskafrávik.

Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur tekið saman nokkrar leiðbeiningar fyrir aðstandendur barna og ungmenna með einhverfu og þroskafrávik sem þurfa að fara í próf vegna Covid-19. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að einstaklingur þurfi að fara í Covid-19 próf er mikilvægt að velta fyrir sér hvernig prófið fari fram og fá skýra mynd af ferlinu. Ef til vill eru ekki sömu aðferðirnar við framkvæmdina alls staðar.

Mikilvæg skilaboð til foreldra

Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur nú opnað aftur eftir sumarleyfi. Stöðin vill koma á framfæri mikilvægum skilaboðum til foreldra vegna fyrirhugaðra þverfaglegra athugana á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, á tímum Covid-19. Vegna hættu á smiti setur stöðin fram eftirfarandi tilmæli:

Lokað vegna sumarleyfa

Greiningar- og ráðgjafarstöð er lokuð vegna sumarleyfa frá 6. júlí. Opnum aftur þriðjudaginn 4. ágúst kl. 10:00.

Kynþroskaárin og Kynheilbrigði I - skráning hafin.

Höfum opnað fyrir skráningu á námskeiðunum Kynþroskaárin og Kynheilbrigði I.

Þátttaka barna í stefnumótun og ákvörðunum

Á liðnu ári var undirritað samkomulag um aukið samstarf í málefnum barna. Með samkomulaginu tók embætti umboðsmanns barna að sér að móta tillögur um breytt verklag um þátttöku barna sem settar eru fram í skýrslu sem skilað var til ráðuneytisins.

Klókir krakkar – fyrir börn á einhverfurófinu og foreldra þeirra

Námskeiðið Klókir krakkar verður haldið á haustönn 2020 frá 2. september til 9. desember (eftirfylgd) en námskeiðinu er ætlað 11-13 ára börnum (fæddum 2007-2009) sem eru með greiningu á einhverfurófinu og foreldrum þeirra.

Lokaúthlutun úr Styrktarsjóði Þorsteins Helga Ásgeirssonar

Mánudaginn 8. júní voru veittir styrkir úr Styrktarsjóði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson í síðasta sinn. Sjóðurinn var stofnaður 8. júní 1995, þegar hann hefði orðið 5 ára gamall. Markmið sjóðsins þennan aldarfjórðung hefur verið að stuðla að aukinni þekkingu á þroskaröskunum og fötlunum barna með því að styrkja fagfólk til framhaldsmenntunar og rannsóknarstarfa og hefur starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar haft forgang að styrkjunum.

Umönnunargreiðsla vegna fatlaðra og langveikra barna samþykkt

Breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna hefur verið undirrituð. Breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna. Er um að ræða aðgerð sem er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19, sem er ætlað að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur á viðkvæma hópa í samfélaginu.

Frumvarpsdrög kynnt í málefnum barna

Töluverðar breytingar eru á döfinni í málefnum barna og fjölskyldna hérlendis en félags- og barnamálaráðherra hefur sett þrjú frumvörp sem varða málefni barna í samráðsgátt stjórnvalda. Þau hafa jafnframt farið í gegnum mikið samráð á fyrri stigum og fengið umfjöllun fjölmargra annarra aðila á vettvangi ríkis, sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka.