Námskeið á Akureyri

Föstudaginn 21. febrúar verður námskeiðið „Röskun á einhverfurófi, grunnnámskeið“ haldið í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri.

Áhugaverð námskeið á vorönn 2020

Vorönn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar er hlaðin áhugaverðum námskeiðum fyrir fagfólk, foreldra og aðra aðstandendur barna með þroskaraskanir og fatlanir. Fyrsta námskeið vorannar er hið sívinsæla námskeið Röskun á einhverfurófi, grunnnámskeið, sem hefst þann 20. janúar næstkomandi.

Klókir krakkar á vorönn

Hið sívinsæla námskeið Klókir krakkar sem er ætlað börnum á einhverfurófi á aldrinum 11 til 13 ára og foreldrum verður haldið í 12 skiptum á tímabilinu 28. janúar til 12 maí næstkomandi.