Ráðstefnan „Special Care 2017“

Ráðstefnan Special Care 2017
Ráðstefnan Special Care 2017

Ráðstefnan „Special Care 2017“ verður haldin í Hörpu dagana 17. - 18. ágúst 2017. Hún er skipulögð af norrænum þverfaglegum hópi sérfræðinga sem hafa sérstakan áhuga á munnheilsu fólks með sérþarfir og erfiðleikum með fæðuinntöku hjá börnum.

Efni ráðstefnunnar er tvíþætt, annars vegar er fjallað um börn með erfiðleika við að taka inn fæðu og hins vegar munnheilsu fólks á öllum aldri með sérþarfir. Fyrirlesarar koma frá ýmsum löndum, auk Íslands og von er á ráðstefnugestum með ólíkan faglegan bakgrunn. Ráðstefnan fer fram á ensku og höfðar til allra sem hafa áhuga á að bæta munnheilsu, fæðuinntöku og næringu barna og fullorðinna með langvinna sjúkdóma eða fötlun.

Gert er ráð fyrir vinnustofu (e. workshop) daginn fyrir ráðstefnuna, þann 16. ágúst, eftir hádegi. Vinnustofan verður í Hringsal Barnaspítala Hringsins á Landspítala og er ætluð fagfólki sem vinnur með næringar- og fæðuinntökuerfiðleika hjá börnum. Aðalgestur er Dr. Charlotte Wright prófessor í samfélagsbarnalækningum og sérfræðilæknir hjá Royal Hospital for Sick Children í Glasgow. Hún er rannsakandi og ráðgefandi sérfræðingur á sviði næringar og vaxtar ungra barna. Vinnustofan fer fram á ensku.

Nánari upplýsingar hér

Dagskrá og skráning á ráðstefnuna í Hörpu 17.-18. ágúst, smellið hér

Hér er skráning á vinnustofuna í Hringsal 16. ágúst kl. 13:00 - 16:00.