Alþjóðadagur Downs heilkennis er í dag

Alþjóðadagur Downs heilkennis
Alþjóðadagur Downs heilkennis

Í dag er alþjóðadegi Downs heilkennis fagnað um víða veröld. Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu árið 2011 að þessi dagur, sá 21. mars skyldi vera alþjóðadagur heilkennisins þar sem markmiðið er að auka vitund í samfélaginu og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er engin tilviljun því Downs heilkenni orsakast af þrístæðu á litningi 21.

Félag áhugafólks um Downs heilkenni mun halda upp á daginn með samveru og gleði þar sem Jón Jónsson flytur nokkur lög.
 
Nánari upplýsingar og dagskrá má finna hér
 
Einnig er vakin athygli á heimildarmynd BBC sem sýnd var á RUV þann 20. mars en hún nefnist: A world without Down´s Syndrome þar sem fjallað er um ýmsar siðfræðilegar spurningar sem tengjast fósturskimun. Hægt er að horfa á myndina í Sarpinum