Evrópudagur talþjálfunar

Hlutverk talmeinafræðinga
Hlutverk talmeinafræðinga

Þann 6. mars síðast liðinn var Evrópudagur talþjálfunar. Að þessu sinni var hann tileinkaður kyngingar- og fæðuinntökuerfiðleikum. Athöfnin að borða er ekki bara eitthvað sem við gerum til að komast af heldur er hún oft tengd við samveru fjölskyldu og vina og það að njóta lífsins lystisemda.

Ýmsir sjúkdómar geta orsakað erfiðleika við að borða og kyngja en þá er gott að vita að talmeinafræðingar greina og veita meðferð og ráðgjöf vegna kyngingartregðu.

Nánari upplýsingar um talþjálfun og talmeinafræði má finna hér