Myndrænt boðskiptakerfi PECS - framhaldsnámskeið

PECS framhaldsnámskeið
PECS framhaldsnámskeið

Þann 26. apríl kl. 09:00 - 12:30 verður framhaldsnámskeið í PECS. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum boðskiptakerfisins.

Aðaláherslan er meðal annars á innlögn seinni stiga PECS, verklegar æfingar, hugmyndir og leiðir til að fjölga tækifærum barns til boðskipta og auka líkur á alhæfingu yfir í allar daglegar aðstæður. Stig 3 og 5 fyrir Ipad verða kynnt.

Námskeiðið verður haldið í Reykjavík og skráðir þátttakendur fá upplýsingar um staðsetningu síðar.

Þátttökugjald er kr. 11.000 fyrir starfsfólk og kr. 7.000 fyrir foreldri. Umsjón með námskeiðinu hefur Sigrún Kristjánsdóttir þroskaþjálfi

Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á diddakr@internet.is fyrir fimmtudaginn 13.apríl.

Nánari upplýsingar hér