Fréttir

Leiðbeiningar til aðstandenda langveikra barna

Landlæknisembættið og Barnaspítali Hringsins hafa gefið út leiðbeiningar til forelda og annarra aðstandenda langveikra barna og ungmenna og annarra barna í sérstökum áhættuhópum.

Leiðbeiningar vegna gruns um smit í sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk

Landlæknisembættið, í samstarfi við almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, hefur gefið út leiðbeiningar til stjórnenda á herbergjasambýlum, íbúðakjörnum og þjónustukjörnum fyrir fatlað fólk þegar kemur til sóttkvíar eða einangrunar í kjölfar gruns um smit eða staðfest smit af Covid-19.

Auðlesnar upplýsingar á pólsku og ensku um kórónaveiruna

Landssamtökin Þroskahjálp gáfu nýlega út upplýsingabækling um kóróna-veiruna á auðlesnu máli á íslensku í samvinnu við landlækni og heilbrigðisráðuneytið. Samtökin hafa nú gefið út sama bækling á ensku og pólsku enda mikilvægt að allir fái réttar og góðar upplýsingar um kóróna-veiruna, líka fólk með þroskahömlun af erlendum uppruna og aðstandendur þeirra.

Opnir fræðslufundir ADHD samtakanna á netinu

Á meðan samkomubann stjórnvalda er í gildi, munu ADHD samtökin standa fyrir vikulegum opnum fræðslufundum með streymi á Facebook síðu samtakanna um ýmis málefni tengd ADHD. Sá fyrsti verður miðvikudaginn 25. mars kl. 19:30 um ADHD og nám á tímum kórónuveirunnar. Fræðslufundunum verður streymt beint á Facebook síður samtakanna

Tilkynning frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Vegna Covid-19 hefur verið ákveðið að fresta fyrirhuguðum athugunum á börnum fram að 4. maí eða á meðan samkomubann er í gildi. Ástæðan er sú að ekki er hægt að tryggja nægilega fjarlægð milli fólks né heldur fullnægjandi sótthreinsun á prófgögnum, húsgögnum og húsnæði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar.

Upplýsingar um kóróna-veiruna á auðskildu máli

Landssamtökin Þroskahjálp hafa í samvinnu við landlækni og heilbrigðisráðuneytið búið til upplýsingabækling um kóróna-veiruna á auðlesnu máli. Það er mikilvægt að allir fái réttar og góðar upplýsingar um kóróna-veiruna, líka fólk með þroskahömlun.

Námskeiðum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar í mars er frestað

Öllum námskeiðum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar í mars er frestað en þetta eru námskeiðin Tákn með tali, grunnnámskeið (16. mars), Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik (17.-18. mars) og Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik (30. og 31. mars).

Covid-19, ráðleggingar varðandi börn og unglinga og almennar upplýsingar

Í ljósi þess að Covid-19 hefur breiðst út á Íslandi vill Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins benda á eftirfarandi: Frá og með 19. mars eiga allir Íslendingar og aðrir með búsetu á Íslandi sem koma til landsins að fara í 14 daga sóttkví. Ef þú ert í þeim hópi eða ert með einhver inflúensueinkenni, þá vinsamlegast komdu ekki í boðaðan tíma hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Vinsamlegast hringdu í s. 5108400 til að fá nánari upplýsingar um nýjan tíma.

Dagskrá Vorráðstefnu 2020

Við vorum að setja dagskrá Vorráðstefnu 2020 á vefinn okkar!

Nýtt nám í hagnýtri atferlisgreiningu

Boðið verður upp á framhaldsnám í hagnýtri atferlisgreiningu í Háskóla Íslands frá og með haustinu 2020. Með þessu er verið að bregðast við ákalli um að fjölga sérfræðingum í samfélaginu sem hafa þekkingu á árangursríkum vinnubrögðum og geta skapað jákvæðar og hvetjandi námsaðstæður fyrir fjölbreyttan hóp barna.