Fréttir

Völundarhús sjálfræðis: Fíkni- og geðheilbrigðisvandi fólks með þroskahömlun og einhverfu

Laugardaginn 26. október standa Landssamtökin Þroskahjálp fyrir ráðstefnunni Völundarhús sjálfræðis: Fíkni- og geðheilbrigðisvandi fólks með þroskahömlun og einhverfu á Grand Hotel, kl. 8.45-12.20.

Hjálpartæki – skýrsla starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis.

Út er komin skýrsla starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis sem heitir einfaldlega Hjálpartæki – skýrsla starfshóps. Hópurinn leggur til tillögur í sex liðum, m.a. að endurskoða reglugerðir er lúta að hjálpartækjum og skilgreiningu á hugtakinu hjálpartæki í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, einfalda skipulag við afgreiðslu og úthlutun hjálpartækja, endurskoða greiðsluþátttöku vegna hjálpartækja með það að markmiði að draga úr kostnaði notenda svo dæmi séu tekin.

Öflugt starf ADHD samtakanna

ADHD samtökin standa fyrir öflugu námskeiðshaldi og málþingi 1. nóvember undir yfirskriftinni "Þú vinnur með ADHD". Sjá nánari upplýsingar hér um málþingið. Námskeiðin sem standa fyrri dyrum er annars vegar fyrir aðstandendur barna á aldrinum 13-18 ára og hinsvegar fyrir fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD.

Fræðslumynd um CP

CP samtökin hafa látið gera fræðslumynd um CP hreyfihömlun sem var sýnd á RÚV þann 4. október sl. og er aðgengileg á vef RÚV fram að 2. janúar 2020.

Alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD. Í tilefni af mánuðnum munu ADHD samtökin standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og vekja athygli á málefnum fólks með ADHD, en gera má ráð fyrir að hátt í 20.000 Íslendingar séu með ADHD - greint eða ógreint, börn og fullorðnir.

Myndbönd BUGL um starfsemi deildarinnar

Á vef Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) má finna þrjú fræðandi myndbönd um starfsemi deildarinnar en myndböndin eru flokkuð niður í kynningu á legudeild, göngudeildarteymi og bráðateymi.

Reglulegir spjallfundir ADHD samtakanna næstu vikur

Reglulegir spjallfundir ADHD samtakanna haustið 2019 verða fimm miðvikudagskvöld fram að jólum kl. 20:30 - 22:00 í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Alþjóðlegi Duchenne dagurinn var 7. september

Síðastliðinn laugardag, 7. september var Alþjóðlegi Duchenne dagurinn en tilgangur hans er að auka skilning og þekkingu á aðstæðum þeirra sem lifa með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóminn.

Nýr bæklingur um fæði og heilsu hreyfihamlaðs fólks

Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra hefur gefið út bæklinginn Fæði, þyngd og heilsa hreyfihamlaðs fólks en sambandið fékk leyfi sænsku samtakanna Spinalis Foundation (Samtök mænuskaddaðra) til að þýða bæklinginn.

Námskeið á haustönn - opið fyrir skráningar

Við vorum að opna fyrir skráningu á námskeiðunum Ráðagóðir kennarar og Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik.