Klókir krakkar á vorönn

Hið sívinsæla námskeið Klókir krakkar sem er ætlað börnum á einhverfurófi á aldrinum 11 til 13 ára og foreldrum þeirra verður haldið í 12 skipti á tímabilinu 28. janúar til 12 maí næstkomandi. Fjallað verður um ýmis efni sem eru þessum hópi oft hugleikin, svo sem kvíða, slökun, ótta, áhyggjur, félagsfærni, markmið og fleira.

Námskeiðið er aðlöguð útgáfa af Klókum krökkum sem hefur hefur verið notað sem meðferð við kvíða barna hérlendis og erlendis um árabil með góðum árangri. Námskeiðið byggist á hugrænni atferlismeðferð. Áhersla er á að foreldrar læri viðeigandi leiðir til að taka á kvíða barnanna og að börn fái leiðir til að hafa áhrif á sinn kvíða.

Sjá nánar um námskeiðið hér.
Athugið umsjónarkonur námskeiðs taka við skráningum með tölvupósti.