Geðheilbrigði skólabarna - hvar liggur ábyrgðin?

Haldinn verður morgunverðarfundur á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 3. febrúar næst komandi. Þetta er þriðji og síðasti fundurinn í röðinni „Skóli fyrir alla.“

Fundurinn verður á Grand Hóteli Reykjavík. Dagskráin hefst kl. 8:00 með morgunmat og skráningu. Fyrirlestrar hefjast kl. 8:30 og lýkur með umræðum og fyrirspurnum kl. 10:00.

Skráning og nánari upplýsingar má finna á vef sambandsins. Sent verður beint frá fundinum, hann tekinn upp og vistaður á sama vef.