Námskeiðið „Ráðagóðir kennarar“ verður 7. febrúar

Námskeiðið er ætlað grunnskólakennurum og öðru starfsfólki í grunnskólum sem tengjast málum nemenda á einhverfurófi. Það byggir á hugmyndafræði hagnýtrar atferlisgreiningar með áherslu á þekktar leiðir til árangurs. Markmiðið er að efla sjálfstraust þátttakenda til að takast á við hegðun nemenda.

Næsta námskeið er þriðjudaginn 7. febrúar n.k. kl. 09:00-12:00 og skráning er í fullum gangi! Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar.