Nýtt og spennandi námskeið á vorönn!

Við kynnum til sögunnar nýtt og spennandi námskeið á vorönn - „Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik".

Námskeiðið er ætlað foreldrum, aðstandendum og þeim sem starfa með ungmennum frá 13 ára aldri.
Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um ódæmigert þroskaferli, styrkleika, áskoranir og hvernig það er að vera öðruvísi. Einnig hvernig skipulag og aðlögun umhverfis getur stuðlað að aukinni þátttöku og lífsgæðum ungmenna í þessum hópi.

Markmið námskeiðsins eru m.a. að þátttakendur efli þekkingu sína á þörfum ungmenna með frávik í þroska og geti betur tekist á við ýmsar áskoranir sem fylgja kennslu, þjálfun og samskiptum í daglegu lífi, námi og leik.

Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið er hér.