Fræðslumynd um CP

CP samtökin hafa látið gera fræðslumynd um CP hreyfihömlun sem var sýnd á RÚV þann 4. október sl. og er aðgengileg á vef RÚV fram að 2. janúar 2020.
Í myndinn er viðtal við Ólaf Thorarensen heila- og taugasjúkdómalækni barna um CP,  sagt frá börnum með hreyfihömlunina, talað við foreldra barna með CP og rætt við Þjóðbjörgu Guðjónsdóttur sjúkraþjálfara um þjálfun barna með CP. Framleiðslufyrirtækið Randza production framleiddi myndina og fengu CP samtökin stuðning velferðarráðuneytisins við framleiðslumyndarinnar. 
Myndina má nálgast á vef RÚV hér.