Hjálpartæki – skýrsla starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis.

Út er komin skýrsla starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis sem heitir einfaldlega  Hjálpartæki – skýrsla starfshóps. Hópurinn leggur til tillögur í sex liðum, m.a. að endurskoða reglugerðir er lúta að hjálpartækjum og skilgreiningu á hugtakinu hjálpartæki í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, einfalda skipulag við afgreiðslu og úthlutun hjálpartækja, endurskoða greiðsluþátttöku vegna hjálpartækja með það að markmiði að draga úr kostnaði notenda svo dæmi séu tekin.

Heilbrigðisráðherra skipaði hópinn í júní 2018 til að skoða fyrirkomulag varðandi hjálpartæki hér á landi. Hópnum var falið að skoða fyrirkomulagið í heild með tilliti til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk, möguleika til sjálfstæðs lífs, samfélags- og atvinnuþátttöku, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, jafnræðis og tækniþróunar.

 Hægt er að lesa skýrsluna hér.