Ráðgjafar- og greiningarstöð verður til!

Forstöðumaður GRR og félagsmálaráðherra
Forstöðumaður GRR og félagsmálaráðherra

Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöð fagnaði því í gær í að Alþingi samþykkti nýlega endurskoðuð lög um stofnunina sem taka gildi 1. janúar 2022. Við þau tímamót breytist nafni hennar í Ráðgjafar- og greiningarstöð og þar með meira lagt upp úr ráðgjafarhlutverki stofnunarinnar en einnig er skerpt á tilgangi hennar. Í 1. gr. segir: „Þjónusta Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er fjölþætt og fjölskyldumiðuð með áherslu á snemmtæka íhlutun. Leiðarljós þjónustunnar er að stuðla að sjálfsbjörg barns og virkri þátttöku þess í samfélaginu.“
Einnig er skerpt verulega á orðanotkun í tengslum við fötluð börn og börn með þroskafrávik auk annarra þátta.
Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einarsson, heiðraði starfsfólk með nærveru sinni og færði því köku  af tilefninu.

Hér má finna tengla á þingskjöl og frumvarpið sem fór í þriðju umræðu.