Alþjóðlegi Spina Bifida dagurinn og fræðsla á Rúv

Alþjóðlegi Spina Bifida (hryggrauf/klofinn hryggur) dagurinn var 25. október sl. og af því tilefni var sýnd fræðslumynd á RÚV um Spina Bifida sem heitir hryggrauf eða klofinn hryggur. 

í fræðslumyndinni kynnir leikkonan Ruth Madeley nýjungar í skurðlækningum sem gætu haft mikil áhrif á líf barna sem greinast með hryggrauf á meðgöngu en þær aðgerðir eru framkvæmdar á börnunum í móðurkviði. Ruth fæddist sjálf með hryggrauf og í þættinum hittir hún fjölskyldur sem hafa reynslu af aðgerðum af þessu tagi og skoðar hvernig þær hafa breytt lífi þeirra. Í Íslandi hefur eitt barn farið í aðgerð af þessu tagi í móðurkviði. 

Spina bifida er hryggrauf eða klofinn hryggur og lýsir sér í því að h ryggjarliðirnir sem umlykja mænuna lokast ekki eins og gerist við eðlilegan þroska á fósturskeiði. Afleiðingar þess eru að mæna og taugar geta þrýst sér út um opið og orðið fyrir skaða. Einkenni fara eftir staðsetningu og stærð opsins.

Sjá nánar hér

Nánari upplýsingar um hryggrauf/klofinn hrygg hér. 

Nánari upplýsingar um alþjóðlega Spina Bifida daginn hér.