Alþjóðlegur dagur málþroskaröskunar er í dag

Í dag, föstudaginn 15.október, er alþjóðlegur dagur málþroskaröskunar DLD (Developmental Language Disorder). Málþroskaröskun DLD er taugaþroskaröskun líkt og ADHD og einhverfa og lýsir sér þannig að einstaklingur fylgir ekki aldursbundnum viðmiðum í málþroska t.d. hvað varðar orðaforða, málskilning, félagslega málnoktun og málfræði.

Málþroskaröskun DLD er mun algengari en fólk heldur, um 7% fólks í heiminum eru með málþroskaröskun DLD eða t.d. 1-2 í hverjum bekk. Málþroskaröskun DLD hverfur ekki með aldrinum og tekur röskunin á sig mismunandi birtingarmyndir eftir aldri einstaklings.

Meira um daginn hér.