Umönnunargreiðsla vegna fatlaðra og langveikra barna samþykkt

Félags- og barnamálaráðherra hefur undirritað breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna. Er um að ræða aðgerð sem er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19, sem er ætlað að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur á viðkvæma hópa í samfélaginu.

Samkvæmt reglugerðinni verður heimilt að greiða framfærendum barna, sem voru með gilt umönnunarmat á tímabilinu 16. mars til 4. maí 2020, eingreiðslu sem nemur 25% af fullum umönnunargreiðslum fyrir einn mánuð vegna aukinnar umönnunar. 

Sjá nánari upplýsingar hér.