Action Duchenne samtökin senda út fyrirlestra á netinu

Bresku Action Duchenne samtökin, sem vinna ötullega að því að styrkja og stuðla að rannsóknum um Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóminn, munu á næstu vikum senda út vikulega fyrirlestra á netinu til fagfólks og annarra áhugasamra um sjúkdóminn.

Á alþjóðlegri ráðstefnu um Duchenne sjúkdóminn sem haldinn var 21. – 22. mars sl. héldu sérfræðingar fyrirlestra um viðurkennt umönnunarverklag. Þessir fyrirlestrar ásamt umræðum í kjölfarið verða sendir út vikulega á vefsíðu samtakanna. Fyrsti fyrirlesturinn var um heilbrigði beina og innkirtla hjá drengjum með sjúkdóminn.

Hér má finna fræðslu á vef Greingar- og ráðgjafarmiðstöð um Duchenne sjúkdóminn.