Ráðstefna um fæðinntökuerfiðleika hjá börnum

Frestur til að senda inn ágrip  fyrir ráðstefnu um um fæðinntökuerfiðleika hjá börnum í Helsinki í Finnlandi hefur verið framlengdur til 31. mars nk. en ráðstefnan verður haldinn þann 29. – 30. ágúst nk.

Starfsmenn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar hafa á umliðnum árum tekið þátt í norrænu samstarfi á sviði fæðuinntökuerfiðleika hjá börnum en á vegum samstarfsins hafa ráðstefnur verið skipulagðar á tveggja ára fresti. Síðasta ráðstefna um málefnið var haldin á Íslandi árið 2017. Í ár verður ráðstefnan haldin í samvinnu við The Finnish Association on Orofacial Therapy.

Núverandi tengiliðir á Íslandi eru Brynja Jónsdóttir talmeinafræðingur og Ingólfur Einarsson barnalæknir á Greiningarstöð