Ritari óskast!

Ritari óskast til starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins til starfa að mestu á sviði langtímaeftirfylgdar, sem sinnir börnum á aldrinum 6-18 ára, með auknar stuðningsþarfir og þörf fyrir sérhæfða ráðgjöf. Einnig er gert ráð fyrir að viðkomandi taki þátt í annarri starfsemi, t.d. viðveru við skiptiborð og afgreiðslu stöðvarinnar.

Starfið felst í almennum ritarastörfum, svo og skipulagningu og úrvinnslu verkefna í samvinnu við sérfræðinga sviðsins, t.d. fundarritun, boðun skjólstæðinga, úrvinnslu funda, símsvörun og öðrum verkefnum sem tengjast starfsemi sviðsins/stofnunarinnar. Vegna kynjasamsetningar á vinnustaðnum eru karlmenn hvattir til að sækja um.

Hér má sjá nánari upplýsingar um starfið.