Lubbanámskeið 29. september

Við vekjum athygli á námskeiðinu „Lubbi í leikskólaastarfi og tenging við grunnskóla: skapandi og árangursrík vinna með mál, tal og læsi“ sem haldið verður föstudaginn 29. september n.k. í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Klókir litlir krakkar - skráning að hefjast

Námskeiðið „Klókir litlir krakkar“ sem ætlað er foreldrum barna með þroskafrávik á aldrinum 4-8 ára (fædd 2009-2013), verður á dagskrá á haustönn 2017 og hefst 19. október n.k.

Alþjóðadagur Wiederman-Steiner heilkennisins er í dag

Alþjóðadagur Wiederman-Steiner heilkennisins er haldinn í fyrsta sinn í dag. Fjóla Röfn er þriggja ára og eina barnið hér á landi sem greinst hefur með heilkennið.

Námskeið um kynheilbrigði og ungmenni

Við minnum á námskeiðin okkar vinsælu sem tengjast ungmennum.

Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 23. september 2017

Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 23. september í íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum kl. 11:00-11:50. Lögð er áhersla á þátttöku barna með hreyfihömlun á aldrinum 4 -10 ára.

Ofbeldi gegn fötluðu fólki - námskeið

Á vegum Stígamóta verður haldið námskeið þann 4. september um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Fyrirlesarar eru Kerstin Kristensen og Denisse Cresso. Námskeiði verður í húsnæði Stígamóta að Laugavegi 170, 2. hæð.

Einhverfa í Evrópu - spurningakannanir

Við minnum á verkefnið „Einhverfa í Evrópu“ enn er hægt að taka þátt og svara spurningakönnunum!

Snemmtæk íhlutun í hnotskurn - afmælisráðstefna

Afmælisráðstefna á vegum Talþjálfunar Reykjavíkur verður haldin þann 14. september næst komandi. Fjallað verður um snemmtæka íhlutun í hnotskurn, hámarksárangur og undirbúning fyrir mál og lestur í leik- og grunnskólum. Fjölbreyttir fyrirlestrar á dagskránni.

Vinnustofur um náttúrulega kennslu

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) bjóða til tveggja vinnustofa um náttúrlega kennslu. Fyrirlesari er Dr. Karen Toussaint, BCBA-D. Fjallað verður um áhrifaríkar leiðir til hegðunarstjórnunar og hvernig má kenna félagslega hegðun til að auka færni og fyrirbyggja óæskilega hegðun.

PEERS® námskeið á haustönn 2017

PEERS® - Félagsfærniþjálfun er námskeið sem er ætlað 13-17 ára unglingum sem eru með ADHD, einkenni einhverfu, kvíða, þunglyndi og aðra erfiðleika í félagslegum samskiptum og foreldrum þeirra. Markmiðið er að auka sjálfstæði unglinganna í félagslegum aðstæðum, hjálpa þeim að eignast vini og þróa vinasamband.