Einhverfa í Evrópu - spurningakannanir

Einhverfa í Evrópu
Einhverfa í Evrópu

Við minnum á verkefnið „Einhverfa í Evrópu“ enn er hægt að taka þátt og svara spurningakönnunum!

Einhverfa í Evrópu (e. Autism Spectrum Disorders in the European Union – skst. ASDEU) er samstarfsverkefni 14 landa, þar á meðal Íslands. Þú getur kynnt þér ASDEU verkefnið nánar með því að smella hér

Í tengslum við verkefnið er leitað til fólks á einhverfurófi, fjölskyldna og fagfólks um að svara spurningakönnunum þannig að hægt sé að öðlast meiri þekkingu á þessum málum og nýta niðurstöður til að bæta stuðning og þjónustu.

Hefur þú reynslu af eða þekkir til þjónustu við börn með einhverfu sem eru yngri en sex ára? - til að fá nánari upplýsingar og svara spurningakönnun: smellið hér

Vilt þú leggja þitt af mörkum til að bæta þjónustu við fullorðið fólk á einhverfurófi á Íslandi og víðar í Evrópu? - til að fá nánari upplýsingar og svara spurningakönnun: smellið hér