Vorráðstefnu 2015 lokið

30. vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins var haldin dagana 7. og 8. maí s.l. Ráðstefnan hefur verið árviss atburður frá því að stofnunin tók til starfa árið 1986.

Skráningu á vorráðstefnu 7. og 8. maí er lokið

Skráningu á vorráðstefnu 7. og 8. maí er lokið

Viðurkenning frá Einhverfusamtökunum

Þann 24. apríl veittu Einhverfusamtökin viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu einhverfra. Viðurkenningarnar voru afhentar í Smáralind um leið og Brynjar Karl Birgisson afhjúpaði eftlíkingu af Titanic skipinu sem hann byggði úr u.þ.b.56.000 Lego-kubbum. Starfsmenn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins voru á meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu fyrir bókina "Litróf einhverfunnar".

Vorráðstefna 7. og 8. maí

Nú eru vel á annað hundrað þátttakendur skráðir á vorráðstefnuna okkar "Fötluð börn verða fullorðin - Hvað bíður þeirra?

VORRÁÐSTEFNA: FÖTLUÐ BÖRN VERÐA FULLORÐIN: HVAÐ BÍÐUR ÞEIRRA?

Okkur er það mikil ánægja að kynna dagskrá vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem haldin verður 7. og 8. maí 2015 á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Fötluð börn verða fullorðin: Hvað bíður þeirra?"

BLÁI DAGURINN 10. APRÍL

Styrktarfélag barna með einhverfu í samstarfi við Einhverfusamtökin og Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins standa nú í annað sinn fyrir stuðningsátakinu BLÁR APRÍL en meginmarkmið þess er vitundarvakning um málefni einhverfra og söfnun fjár til styrktar börnum með einhverfu.

Boðað verkfall sérfræðinga í BHM

Við viljum benda á að vegna boðaðs verkfalls sérfræðinga í BHM er líklegt að viðtöl og fundir falli niður frá kl. 12:00 fimmtudaginn 9. apríl n.k. Biðjum við ykkur því að fylgjast með fréttum varðandi þetta verkfall. Þeir tímar sem falla niður vegna þessa verða skipulagðir síðar og aðstandendur látnir vita.

Ný grein um eftirfylgd með minnstu fyrirburunum

Þann 14. mars 2015 birtist í vefútgáfu tímaritsins Experimental Brain Research, ný grein um eftirfylgd með minnstu fyrirburunum "Decreased postural control in adolescents born with extremely low birth weight". Einn af höfundum greinarinnar er Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Frestun á námskeiðinu

Námskeiðið "Skimun og frumgreining einhverfuraskana með áherslu á CARS2" sem átti að vera 26. mars n.k. frestast vegna óviðráðanlegra orsaka. Ný dagsetning er 21. maí.

Vorráðstefna: Frestur til að skila inn kynningum er til 9. mars!

Frestur til að skila inn kynningum á íslenskum rannsóknarverkefnum, þróunarverkefnum og nýjungum í starfi á sviði fatlana er til 9. mars.