Vorráðstefna 7. og 8. maí

Nú eru vel á annað hundrað þátttakendur skráðir á vorráðstefnuna okkar "Fötluð börn verða fullorðin - Hvað bíður þeirra?"

Á ráðstefnunni verður horft til framtíðar og skoðað hvers er að vænta fyrir þau börn sem njóta ýmis konar íhlutunar í bernsku vegna fötlunar. 

Hver verður þátttaka þeirra í samfélaginu, hvers konar samfélag bíður þeirra og hvernig getum við í faglegu starfi okkar með fötluðum börnum búið þau sem best undir áskoranir fullorðinsáranna? Leitað verður svara við því hver lífsferill fatlaðra barna er, hvaða stuðning þau þurfa á uppvaxtarárunum og hvaða stuðningur stendur þeim til boða til fullrar þátttöku á fullorðinsárum

Skráningu lýkur 5. maí. Dagskráin birtist hér:http://www.greining.is/static/files/2015/dagskra_prentun.pdf 
Frekari upplýsingar og skráning hér