Vorráðstefnu 2015 lokið

30. vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins var haldin dagana 7. og 8. maí s.l. Ráðstefnan hefur verið árviss atburður frá því að stofnunin tók til starfa árið 1986.

Yfirskrift að þessu sinni var „Fötluð börn verða fullorðin – Hvað bíður þeirra?“ og var fjallað um efnið út frá margvíslegum sjónarhornum. Um það bil 250 þátttakendur hlýddu á fyrirlestra og tóku þátt í málstofum. Á matsblöðum sem ráðstefnugestir skiluðu í lokin kemur meðal annars fram ánægja með efni, fyrirlesara og framkvæmd ráðstefnunnar.

Í lok ráðstefnunnar tilkynnti forstöðumaður að 31. vorráðstefnan yrði haldin 12. og 13. maí 2016 með yfirskriftinni „Litróf fatlana - Sjaldan er ein báran stök“.

Starfsmenn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins þakka fyrirlesurum, fundarstjórum og gestum fyrir samveruna og við hlökkum til að sjá ykkur að ári.

Glærur verða birtar á heimasíðunni á næstu dögum.

Myndir af ráðstefnunni