Viðurkenning frá Einhverfusamtökunum

Þann 24. apríl veittu Einhverfusamtökin viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu einhverfra.
Viðurkenningarnar voru afhentar í Smáralind um leið og Brynjar Karl Birgisson afhjúpaði eftlíkingu af Titanic skipinu sem hann byggði úr u.þ.b.56.000 Lego-kubbum.
Þeir sem hlutu viðurkenningu Einhverfusamtakanna: Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins fyrir bókina Litróf einhverfunnar sem starfsmenn skrifuðu í sameiningu, ritstjórar voru Evald Sæmundsen og Sigríður Lóa Jónsdóttir.
Alexander Birgir Björnsson, sem hélt tónleika ásamt fjölskyldu sinni og vinum “Ég og fleiri frægir” í Grindavíkurkirkju í nóvember 2014 og styrkti Einhverfusamtökin og Birtu.
Brynjar Karl Birgisson, sem með byggingu Titanic-skipsins hefur vakið athygli á einhverfu og styrkleikum einhverfra á jákvæðan hátt. Til hamingju öll sömul!!
Myndir frá afhendingu tók Hreiðar Þór Ørsted.

Þeir sem hlutu viðurkenningu frá Einhverfusamtök

Titanic skipið

Viðurkenningarskjal