Nýtt námskeið fyrir kennara og annað starfsfólk grunn- og framhaldsskóla

Ráðgjafar- og greiningarstöð vekur athygli á nýju námskeiði sem hentar kennurum sem og öðru skólafólki s.s. námsráðgjöfum, leiðbeinendum, stuðningsfulltrúum og öðru starfsfólki grunn- og framhaldsskóla sem sinnir nemendum með frávik í taugaþroska og vilja auka við þekkingu sína. Námskeiðið, sem kennt verður þann 5. október frá kl. 9.00 - 15.00, er nýtt en byggir á eldra námskeiði sem hét Ráðagóðir kennarar og mörg kannast við. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki og kynnist hagnýtum aðferðum til að auka færni og æskilega hegðun í skólanum og að þátttakendur fái aukið sjálfstraust til að takast á við áskoranir sem tengjast nemendum með flóknar þarfir.

Mikið af hagnýtum ráðum, leiðum og verkfærum eru til og eru kynnt á námskeiðinu. Nemendur með frávik í taugaþroska eru allskonar og þurfa gjarna aukinn skilning og þekkingu frá umhverfi sínu. Farið verður í fyrirbyggjandi aðferðir, hvernig æskileg hegðun er gerð sýnilegri í skólanum og einblínt á jákvæðar aðferðir. Mælt er með að horfa á styrkleika og áhugamál nemenda en auk þess mikilvægt að skoða hvernig tekist er á við erfiða hegðun í skólaumhverfinu.

Nánari upplýsingar og skráning hér í tengli.