Enn eru laus sæti á Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Enn eru laus sæti á Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar
Soffía Lárusdóttir forstjóri RGR, á ráðstefnu 2020

Enn eru laus sæti á Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR) en skráningar hafa gengið vonum framar. Þau sem skrá sig í dag og á morgun, 10. og 11. maí fara á biðlista en komast þó að. Haft verður samband við alla skráða þátttakendur á biðlista.

Sem fyrr verður fjallað um mörg ólík málefni sem snúa að fötluðum börnum og börnum með þroskaraskanir og því má fagfólk, sem og aðstandendur og háskólanemar í fræðunum, búast við upplýsandi dagskrá þann eina og hálfa dag sem ráðstefnan stendur.

Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin undir nýjum merkjum Ráðgjafar- og greiningastöðvar en áður hafði hún verið haldin í 36 skipti í nafni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, forvera RGR. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er: Börn með fatlanir – Virkni og velferð.

Dagskrá ráðstefnunnar er hér 

Biðlistaskráning 


Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Digranesvegur 5 | 200 Kópavogur
Sími 510 8400 | Kennitala: 570380-0449

Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00

 

Staðsetning

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði