Körfubolti fyrir alla!

Að æfa körfubolta gefur börnum tækifæri að vinna í styrk, jafnvægi og samhæfingu, ásamt því að læra samskipti og að vera hluti af liði en íþróttafélagið Haukar býður upp körfuboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir á aldrinum 6 til 14 ára. Æfingar eru á laugardögum kl 11:15 – 12:30 í Hraunvallaskóla (fyrsta æfingin byrjar 4. september).

Þjálfari er Bára Fanney Hálfdanardóttir sem starfar á Greiningar- og ráðgjafarstöð.  Ef spurningar vakna hjá foreldrum má hafa samband við þjálfarann í með tölvupósti á netfangið:  barafanney@gmail.com

Hér eru tengill á skemmtilega frétt af liðinu frá þeirra fyrsta móti. Í liðinu eru bæði stelpur og strákar. Augljóst er að miikil gleði og flott utanumhald er um hópinn.