Ráðstefna á vegum félagsmálaráðuneytis um farsæld barna 2. - 3. sept. nk.

Félagsmálaráðuneytið boðar til ráðstefnu um farsæld barna dagana 2. – 3. september 2021. Á ráðstefnunni er ætlunin að stíga næstu skref í þeirri vinnu sem staðið hefur yfir undanfarin ár um breytingar í þágu barna. Ráðstefnan verður með blönduðu sniði en þar verður meðal annars lögð sérstök áhersla á virka aðkomu þátttakenda að umræðum um innleiðingu nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Dagskrá, ásamt upplýsingum um skráningu, verður kynnt síðar en viðtakendur eru hvattir til að taka dagana frá.