Mannauðsstjóri óskast!

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR) auglýsir laust til umsóknar starf mannauðsstjóra í afleysingu í eitt ár. Leitað er að einstaklingi með menntun, þekkingu og góða reynslu til að leiða starf stofnunarinnar á sviði mannauðsmála. Mannauðsstjóri leiðir þróun mannauðsmála í samstarfi við forstöðumann og aðra stjórnendur, fylgir eftir stefnu, samningum og verklagi stofnunarinnar.

Helstu verkefni

  • Ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni mannauðsmála
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk í mannauðsmálum
  • Þróun starfsumhverfis, þ.m.t. stefnu, jafnlaunakerfis, starfsþróunaráætlunar og aðbúnaðar
  • Umsjón og undirbúningur starfsmannasamtala
  • Ábyrgð á fræðslu stjórnenda og almennra starfsmanna, þ.m.t. móttaka og þjálfun nýliða
  • Fylgja eftir framkvæmd kjara- og stofnanasamninga
  • Mat á mannaflaþörf, skipulag og umsjón með ráðningum í samvinnu við stjórnendur
  • Ábyrgð á gerð og eftirfylgd handbókar GRR
  • Þátttaka í ýmsum verkefnum og starfshópum

 Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Háskólapróf og framhaldsmenntun í mannauðsmálum á háskólastigi er skilyrði
  • Starfsreynsla á sviði mannauðsmála er skilyrði
  • Reynsla af stefnumótun og áætlunargerð á sviði mannauðsmála
  • Þekking og reynsla af gæðamálum, greiningu og gerð verkferla er æskileg
  • Þekking og reynsla á sviði stjórnsýslu og vinnuréttar er æskileg
  • Mjög góð almenn tölvufærni
  • Gott vald á íslensku og hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
  • Sjálfstæði, lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
  • Frumkvæði, góð skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi

Ráðið verður í 80 - 100% til eins árs með möguleika á framlengingu. Miðað er við að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Vegna kynjasamsetningar á vinnustaðnum eru karlmenn hvattir til að sækja um. Laun og kjör eru skv. gildandi kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar gefur Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður í síma 510 8400.

Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5, 200 Kópavogi, eða í tölvupósti á soffia@greining.is fyrir 29. nóvember 2020. Öllum umsóknum verður svarað.

Á Greiningar og ráðgjafarstöð starfa yfir 60 manns í 56 stöðugildum. Hlutverk stofnunarinnar er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra, sjá nánar á www.greining.is. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er framsækin stofnun með fjölskylduvæna starfsmannastefnu sem býður m.a. upp á sveigjanlegan vinnutíma. Nýir starfsmenn fá handleiðslu og starfsþjálfun á aðlögunartíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endurmenntunar.