Nýtt námskeið um kvíða barna á einhverfurófi

Greiningar- og ráðgjafarstöðu hefur hleypt nýju námskeiði af stokkunum, Kvíði barna á einhverfurófi - fræðslunámskeið fyrir foreldra. Námskeiðið er hagnýtt fræðslunámskeið um kvíða þar sem farið er yfir helstu einkenni kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi. Farið verður yfir aðferðir til að draga úr kvíðaeinkennum barna og koma í veg fyrir kvíða síðar á lífsleiðinni. Milli tíma vinna foreldrar heimaverkefni sem snúa að því að draga úr kvíðaeinkennum barna sinna. Mælt er með er að foreldrar mæti í báða tímana.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki eðli kvíða hjá ungum börnum á  einhverfurófi og þekki leiðir til að takast á við kvíðaeinkenni og draga úr óöryggi barnanna.

Guðrún Ólafsdóttir sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð er kennari námskeiðsins og hefur sett saman námskeiðsgögnin. Hún segir að í sínu starfi hafi hún orðið vör við að kvíði barna á einhverfurófi geti hamlað þeim töluvert í sínu daglega lífi. Hins vegar séu til gagnreyndar aðferðir sem nýtast börnunum og foreldrum þeirra í baráttunni við kvíðann.

Hér má lesa meira um námskeiðið.