Hvað gerist þegar fólk nær 18 ára aldri?

Landssamtökin Þroskahjálp standa fyrir fræðslukvöldum í samvinnu við Velferðarráðuneytið um þær breytingar sem verða í lífi fatlaðra við það að komast á fullorðinsár. Fyrstu tvö kvöldin verða 4. og 12. maí og verður þar fjallað um þær breytingar sem eiga sér stað á réttarstöðu fólks  við 18 ára aldur. Í september og október eru síðan ráðgerð þrjú fræðslukvöld til viðbótar sem fjalla um nám að loknum framhaldsskóla, atvinnumál og það að flytja að heiman. Öll fræðslukvöldin verða að Háaleitisbraut 13. 4. hæð. Nánari upplýsingar má nálgast hér