Framtíðin er núna!

Vorráðsstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður haldin fimmtudaginn 9. maí og föstudaginn 10. maí á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Framtíðin er núna, snemmtæk íhlutun barna með þroskafrávik. Um 400 manns hafa skráð sig á vorráðstefnuna og er skráningu nú lokið.

Okkar eiginn Evald hlýtur heiðursverðlaun

Evald Sæmundsen, starfandi rannsóknarstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð, MA í sálfræði, MSc í taugasálfræði barna og PhD í líf- og læknavísindum hlaut heiðursverðlaun Sálfræðingafélags Íslands en þau voru afhent á Sálfræðiþingi þann 12. apríl síðastliðinn.