Tímamótasamningur um réttindi barna undirritaður

Ásmundur Einar Daðason og Bergsteinn Jónsson
Ásmundur Einar Daðason og Bergsteinn Jónsson

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, undirrituðu nýlega tímamótasamstarfssamning fyrir réttindi barna á Íslandi.

Um er að ræða samning um þátttöku félagsmálaráðuneytisins í verkefninu Barnvæn sveitarfélög UNICEF, undir formerkjunum Barnvænt Ísland, með það að markmiði að tryggja aðgengi allra sveitarfélaga að stuðningi við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þannig er ætlunin að stuðla að því að íslensk stjórnvöld og öll sveitarfélög á Íslandi hafi á næsta áratug hafið markvissa innleiðingu Barnasáttmálans og tileinkað sér barnaréttindanálgun í sínum verkefnum, stefnumótun og ákvörðunum. Þar með skipar Ísland sér í fremstu röð þeirra ríkja sem hvað best standa vörð um réttindi barna. Samningurinn er undirritaður í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember næstkomandi.

Sjá nánar á vef félagsmálaráðuneytisins.