Skipulögð kennsla á vorönn 2018, opið fyrir skáningu

Nú höfum við opnað fyrir skráningu á námskeiðið „Skipulögð kennsla“ sem haldið verður 12. - 14. mars 2018.

Námskeiðið er ætlað aðstandendum og fagfólki sem starfar með börnum og ungmennum með einhverfu, í skólum, á sambýlum, eða hvar sem einhverfir einstaklingar búa og starfa. 

Hér fyrir neðan eru nokkrar umsagnir frá þátttakendum sem setið hafa námskeiðið:

  • „Vel skipulagt, mjög fræðandi og veitti góða innsýn í skipulagða kennslu“.
  • „Gott námskeið sem nýtist mér vel í starfi“.
  • „Allt mjög skýrt og markvisst“. 
  • „Kennslumiðað, verklegt“.
  • „Frábær uppspretta af upplýsingum sem munu nýtast mér vel í starfi mínu í leikskólanum“.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái innsýn í hugmyndafræði TEACCH, læri grunnatriði skipulagðrar kennslu og vinnubragða og geti tekið þátt í uppbyggingu og notkun skipulagsins í skóla, á vinnustað eða heimili einstaklings með einhverfu.

Allar nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar.