Ráðstefna og námskeið um fötluð börn og ofbeldi

Barnaverndarstofa heldur ráðstefnu og námskeið dagana 1. og 2. júní 2016 á Grand Hótel Reykjavík sem fjallar um rannsókn og meðferð mála þegar grunur er um að fatlað barn hafi sætt ofbeldi. Þeir Chris Newlin og Scott Modell sérfræðingar frá Bandaríkjunum koma til landsins til að fjalla um þetta efni.

Ráðstefnan er öllum opin en námskeiðið er ætlað fagfólki sem vinnur með fötluðum börnum. Æskilegt er að þeir sem sitja námskeiðið hafi sótt ráðstefnuna því hún leggur grunninn fyrir námskeiðið.

Tekið er á móti skráningu á netfangið bvs@bvs.is eða í síma 530 2600 fyrir 20. maí nk. Þátttökugjald er kr. 10.000,- fyrir ráðstefnu og námskeið en 6.000,- fyrir þá sem einungis sækja ráðstefnuna.

Allar nánari upplýsingar má finna hér