Málstofa Þroskahjálpar: Staða seinfærra foreldra og barna þeirra

Landssamtökin Þroskahjálp og Minningarsjóður Jóhanns Guðmundssonar standa fyrir málstofu um stöðu og aðstoð við seinfæra foreldra og börn þeirra á Grand Hóteli Reykjavík föstudaginn 27. október, kl. 8.30-12.00.

Menntakvika: Orðræða um fatlað fólk mótar viðhorf

Menntakvikan verður haldin þann 6. október en hún er árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í menntavísindum og tengdum sviðum. Meðal erinda er kynning á rannsókn Guðrúnar V. Stefánsdóttur, prófessors í fötlunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands á orðræðu í frétta- og vefmiðlum í kjölfar birtingar skýrslu um Kópavogshælið.