Tvær Systkinasmiðjur á næstunni

Systkinasmiðja fyrir börn á aldrinum 7 - 11 ára verður kennd í húsnæði Ráðgjafar- og greiningarstöðvar um næstu helgi, 14. - 15. janúar en  helgina 4.  - 5. febrúar verður Systkinasmiðja fyrir börn á aldrinum 12 - 14 ára. Námskeiðið er ætlað systkinum fatlaðra barna og barna með þroskafrávik. Börnin leysa verkefni með leiðbeinendum, ræða stöðu sína innan fjölskyldunnar, skólans og meðal vina. Einnig ræða þátttakendur hvernig þeir leysa úr erfiðleikum sem verða á vegi þeirra, meðal annars vegna systkina og margt fleira. 

Þessir þætti nálgast börnin meðal annars í gegnum ýmsa skemmtilega leiki og verkefni þar sem aðalatriðið er að hvert og eitt barn fái að njóta sín sem best og tjái sig á þann hátt sem því hentar best og skemmti sér.

Þátttakendur hafa gefið námskeiðinu góða einkunn og sagt m.a.: "Skemmtilegt og gaman að hitta aðra krakka sem eru í sömu stöðu."
"Opnar umræðu um málefnið heima. Allir skipta máli."

Hér er nánari lýsing og skráning á Systkinasmiðju fyrir 7 -11 ára. 

Og hér má finna nánari lýsingu og skráningi á Systkinasmiðju fyrir 12 -14 ára. 


Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði