Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt
Flýtilyklar
Systkinasmiðja (eldri börn - 0223)
Hvar og hvenær: 4. - 5. febrúar mars 2023 (ath. lau. og sun) í húsnæði Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Dalshrauni 1b, Hafnarfirði
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Börnum á aldrinum 12 - 14 ára sem eiga systkini með fötlun og/eða þroskafrávik.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 12 þátttakendur
Verð: 11.000 kr.
Lýsing á námskeiði:
Á námskeiðinu leysum við saman ýmis verkefni, ræðum um stöðu okkar innan fjölskyldunnar, skólans og meðal vina. Við ræðum um hvernig við leysum úr erfiðleikum sem verða á vegi okkar, meðal annars vegna systkina okkar og margt fleira. Þessa þætti nálgumst við meðal annarra í gegnum ýmsa skemmtilega leiki þar sem hvert barn fær að njóta sín sem best og skemmti sér vel.
Námskeiðið er ekki meðferðarúrræði heldur fyrst og fremst til að hjálpa börnum að tjá sig um reynslu og upplifun sína af því að eiga systkini með sérþarfir.
Markmið :
- Að bæta líðan barna með því að leyfa þeim að tjá sig um reynslu sína og upplifun af því að eiga systkini með sérþarfir
- Að bæta samskipti barna við systkini sín
- Að auka skilning þeirra á systkinum sínum
- Að hitta önnur börn sem eru í svipuðum sporum og þau sjálf
Umsjón: Herdís Hersteinsdóttir þroskaþjálfi á Ráðgjafar- og greiningarstöð