Samstarfssamningur á milli Háskólans á Akureyri og Greiningarstöðvar

Þann 12. september sl. var formlega gengið frá samningi á milli Háskólans á Akureyri og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Tilgangurinn með gerð samningsins er að efla samstarf þessara tveggja stofnana með það fyrir augum að nýta sem best sérþekkingu, efnivið og aðstöðu sem stofnanirnar búa yfir. Samstarfssamninginn má skoða hér. Sambærilegur samningur er í gildi milli Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og Háskóla Íslands.