Námskeið á haustmisseri 2010

Kominn er út bæklingur með yfirliti þeirra námskeiða sem verða í boði á haustmisseri 2010 og er skráning hafin hér á vefnum.

Hægt er að nálgast bæklinginn hér í pdf formi

Fræðslunámskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins eru ætluð þeim sem vinna með börnum með þroskafrávik og fatlanir og eru jafnframt opin aðstandendum gegn vægu gjaldi. Námskeiðin eru bæði fræðileg og hagnýt.

Námskeiðin eru ýmist haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík, eða í Miðstöð símenntunar í Menntasetrinu við lækinn, Skólabraut 1 í Hafnarfirði. Vakin er athygli á að þau sem eru haldin í Menntasetrinu við lækinn, eru einnig send um fjarfundabúnað til Háskólans á Akureyri, ef næg þátttaka fæst. Mögulegt er að tengjast fleiri stöðum ef óskað er.