Skráning á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar í fullum gangi

Vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar  (RGR) verður haldin á Reykjavík Hilton Nordica nk. 11. og 12. maí nk.  Ýmis mál í deiglunni verða til umfjöllunar undir yfirskriftinni: Fagmennska og framsækni í þjónustu við börn með fatlanir. Fögnum fjölbreytileikanum er yfirskrift erindis Guðmundar Ármanns Péturssonar formanns Félags áhugafólks um Downs heilkenni. Skólafólk í Kópavogi kynnir verkefnið, Hvað gerum við þegar beita þarf líkamlegu inngripi og/eða nota einveruherbergi í skólastarfi? Fagmennska, sjálfsrækt fagfólks, farsældarlögin í framkvæmd, rafrænt aðgengi fyrir alla, þjónusta við fötluð börn af erlendum uppruna, íþróttastarf fatlaðra, jafningjafræðsla og margt fleira er á dagskránni.

Það er von starfsfólks RGR að fólk sjái sér fært að koma, fræðast, hitta kollega, aðstandendur og aðra - og gleðjast saman!

Skráning hér og dagskrána í heild má sjá hér.

Vakin er athygli á að nú er eingöngu tekið við debet- og kreditkortagreiðslum til að ljúka skráningu.  


Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði