Vorráðstefna RGR 2023: Fagmennska og framsækni í þjónustu við börn með fatlanir

Vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, verður haldin 11. og 12. maí nk. á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu og í streymi. Ráðstefnan byggir á áratugalangri hefð Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR) og mun standa í einn og hálfan dag en henni lýkur á hádegi föstudaginn 12. maí. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Fagmennska og framsækni í þjónustu við börn með fatlanir

Dagskrána í heild má sjá hér.

Dr. Sigurður Kristinsson prófessor við Háskólann á Akureyri mun fjalla um fagmennsku í víðu samhengi, hvað felst í hugtakinu og hvaða skyldur það leggur á herðar fagfólks. Dr. Sigrún Harðardóttir dósent og dr. Sigrún Júlíusdóttir munu fjalla um sjálfsrækt og mikilvægi handleiðslu fyrir fagfólk til að þroskast í starfi.

Sagt verður frá hvernig Akranesbær útfærir þjónustu við börn í anda Farsældarlaganna og Ragnheiður Hergeirsdóttir lektor kynnir Farsæld barna sem er ný námsleið við HÍ. Guðný Stefánsdóttir sviðsstjóri á RGR kynnir SIS matið og hvernig það nýtist í daglegu starfi með börnum og sagt verður frá verkefni í grunnskólum í Kópavogi sem kallast „Þegar réttindi og velferð grunnskólabarna stangast á“.

Sagt verður frá hvernig uppáhaldsorðin Færni – Fjölskylda – Form – Fjör – Vinir – Framtíð eru fléttuð inn starfið á Æfingastöðinni og ungar konur með CP kynna jafningjafræðslu á vegum CP félagsins. Inga Björk Margrétar Bjarnardóttir doktorsnemi mun fjalla um áskoranir sem fatlaðir standa frammi fyrir í rafræna heiminum og Haraldur Bjarnason frá Auðkenni mun kynna rafrænar lausnir sem eiga að nýtast öllum.

Óttarr Proppé verkefnastjóri í Mennta- og barnamálaráðuneytinu mun kynna stefnumótun í málefnum fatlaðra barna af erlendum uppruna og einnig verður sagt frá Alþjóðateymi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og hvernig það tryggir réttindi flóttafólks m.a. skólagöngu barna.

Dagskrá ráðstefnunnar verður ekki skipt upp í tvær málstofur eins og stundum áður en hún verður engu að síður mjög fjölbreytt. Margt fleira verður á dagskránni og vonumst við til að sem flestir geti notið hennar með okkur í vor. Sem fyrr verður boðið upp á streymi fyrir þátttakendur sem ekki eiga heimangengt. 

Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Hægt er að ganga frá greiðslu með debet- og kreditkorti við skráningu. Ráðgjafar- og greiningarstöð áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning um forföll berst eftir að skráningartímabili lýkur.
Vinsamlega hafðu samband við Ráðgjafar- og greiningarstöð í netfangið fraedsla@rgr.is ef þú lendir í vandræðum með skráninguna.


Athugið, skráning er ekki gild nema gengið sé frá greiðslu í skrefi þrjú með debet- eða kreditkorti.
Kvittun, s.s vegna endurgreiðslu frá stéttarfélögum, fylgir staðfestingarpósti þegar greitt hefur verið fyrir skráningu.


Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði