Laus sæti á námskeiðið Kvíði barna á einhverfurófi

Ráðgjafar- og greiningarstöð vekur á athygli á lausum sætum á námskeiðið Kvíði barna á einhverfurófi sem haldið verður þriðjudagana 18. og 25. október næstkomandi frá kl. 12.30 – til 15.30 báða dagana. Námskeiðið er nýtt hagnýtt fræðslunámskeið um kvíða þar sem farið er yfir helstu einkenni kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi. Farið verður yfir aðferðir til að draga úr kvíðaeinkennum barna og koma í veg fyrir kvíða síðar á lífsleiðinni.
Milli tíma vinna foreldrar heimaverkefni sem snúa að því að draga úr kvíðaeinkennum barna sinna.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki eðli kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi og þekki leiðir til að takast á við kvíðaeinkenni og draga úr óöryggi barnanna

Skráning og nánari upplýsingar má finna hér.