Kvíði barna á einhverfurófi - fræðslunámskeið fyrir foreldra (0323)

Staðsetning: Námskeiðið verður haldið í Bókasafni Kópavogs. 

Dagsetning og tími: 22. og 29. mars 2023 kl. 12:00-15:00 báða dagana.

Verð:  8.000 

Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað foreldrum barna á leikskólaaldri og í fyrstu bekkjum grunnskóla.

Hámarksfjöldi þátttakenda:
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 20.

Lýsing:
Námskeiðið er nýtt hagnýtt fræðslunámskeið um kvíða þar sem farið er yfir helstu einkenni kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi. Farið verður yfir aðferðir til að draga úr kvíðaeinkennum barna og koma í veg fyrir kvíða síðar á lífsleiðinni.
Milli tíma vinna foreldrar heimaverkefni sem snúa að því að draga úr kvíðaeinkennum barna sinna. Mælt er með er að foreldrar mæti í báða tímana.

Markmið:
Að þátttakendur
• þekki eðli kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi
• þekki leiðir til að takast á við kvíðaeinkenni og draga úr óöryggi barnanna

Umsjón: 
Katrín Björk Bjarnadóttir sálfræðingur

Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráning á námskeið er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á námskeiðsgjaldi. Skráningu á námskeiðið Kvíði barna á einhverfurófi lýkur 15. mars 2023.  Greiðsluseðlar verða þá sendir í innheimtu og þurfa þátttakendur að vera búnir að greiða fyrir eindaga.

Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is.

Ráðgjafar- og greiningarstöð áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.

Nánari upplýsingar um greiðsluskilmála ásamt skráningar- og umsýslugjaldi má finna hér.

Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði