Laus sæti á námskeiðið AEPS færnimiðað matskerfi í fjarkennslu

Ráðgjafar- og greiningarstöð vekur athygli á að það eru laus sæti á námskeiðið  AEPS, færnimiðað matskerfi sem að þessu sinni er haldið í fjarkennslu þann 27. og 28. apríl nk. og hentar því vel fólki af landsbyggðinni og fólki sem ekki á heimangengt.

AEPS-matskerfið (Assessment, Evaluation, Programming System for Infants and Children) er hagnýtt tæki sem nýtist við gerð einstaklingsnámskrár. Lögð er áhersla á samstarf foreldra og fagfólks við gerð markmiða og sérstakur matslisti fyrir foreldra fylgir. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig AEPS-matskerfið nýtist til að meta færni barna á sex þroskasviðum: Fín- og grófhreyfingum, vitrænum þáttum, aðlögun, félagslegum tjáskiptum og félagslegu samspili. Þátttakendur fá kennslu í að leggja listann fyrir,  nýta niðurstöður við gerð einstaklingsnámskrár og skipuleggja íhlutun í framhaldinu.

Námskeiðinu er skipt á tvo daga. Á fyrri deginum er farið yfir bakgrunn og fyrirlögn AEPS. Á seinni deginum er farið í úrvinnslu og hvernig unnið er með listann við gerð einstaklingsáætlana og í íhlutun. Að þessum tveimur dögum loknum er hóphandleiðsla í þrjú skipti þar sem þátttakendur eru aðstoðaðir við að nota AEPS og fá tækifæri til að deila reynslu sinni með öðrum. Dagsetningar verða ákveðnar í samráði við þátttakendur en þeir hafa einnig góðan aðgang að leiðbeinendum á milli daga ef spurningar vakna.

Skráning á námskeiðið er hér. Athugið að þarna kemur inn skráning á biðlista en haft verður samband við fólk sem skráir sig á biðlista og því boðið sæti á námskeiðinu.